30.7.2009 | 02:14
HVENÆR SMELLUR Í FYRSTA HANDJÁRNINU?
Taugaveiklun er farin að grípa um sig meðal útrásarfuglanna enda styttist í endalokin. Engum dylst lengur að glæfralegar og sjálfhverfar ákvarðanir þeirra í góðærinu, falsaðir velgengnissneplar, uppdiktaðar lofræður og revíukenndar ráðstefnur að ekki sé minnst á óhóf í skemmtan og skrumi hefur sett ættjörðina á hliðina. Hafi menn haldið að nóg sé að segja úps og hverfa síðan í mannfjöldann er það einungis tímabil. Þjóð sem gengið hefur í gegnum allar þessar raunir vegna græðgi einungis fáeinna hlýtur að sækja höfuðpaurana til saka og reyna að endurheimta öll þau verðmæti sem hægt er að ná í. Og þurfi til þess sérsniðin lög, þá það. Klófesting þessa fámenna hóps má ekki vera byggð á refsigleði eða hefndarþorsta heldur einungis skilaboð til okkar sjálfra og alþjóðasamfélagsins að svona vinnubrögð teljist landráð og líðist ekki. Það er vegna hegðunar þessara manna se sett voru á okkur hryðjuverkalög og ekki að tilefnislausu. Vonandi gengur ríkisstjórnin rösklega til þessa verks á næstu vikum og mánuðum.
LÁ
Athugasemdir
Heill og sæll; ágæti Vestfirzki þorpari !
Fyrr; myndu uppvaktir grafargestir, Katakombanna, undir Rómarborg, hverjir hvílst hafa; flestir, á annað árþúsundið, suður þar, taka til við að handsama fjár plógsmennina, hér heima, áður; .......... ''ríkisstjórn'' Íslands, næði þeim áfanga, að rumska, Lýður minn, eða,......... hversu líf(dauð)vænleg þykir þér, hjúin Steingrímur og Jóhanna vera, til nokkurra viðvika, gagnsamra ?
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 02:45
Hjúin S & J eru þau einu sem hægt er að veðja á sem stendur og líkurnar standa á helmingi, tel ég.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.