1.8.2009 | 03:59
LÖGLEYSULANDIÐ ÍSLAND.
Undarleg er afstaða skilanefndar kaupþings varðandi upplýsingaleka á millifærslum þessa sama banka rétt fyrir hrun. Í augum almennings eru þessar skilanefndir vinir fólksins sem vinna hörðum höndum að því að upplýsa almenning um endanlegt uppgjör bankanna og þar með þjóðarstöðu. Viðbrögð skilanefndarinnar eru hinsvegar tafarlaus afturköllun þessara upplýsinga ellegar málsókn. Ætti ekki flestum að vera orðið ljóst til hvers bankaleyndin var fundin upp? En fyrir almenning eru þessar upplýsingar mikill fundur og staðfesta enn að æðstu stjórnendur gömlu bankanna fóru óralangt út fyrir öll velsæmismörk í sínum viðskiptum. Nýlega var bíræfnum svikurum gagnvart íbúðalánasjóði umsvifalaust hent inn en þegar menn bera á bakinu landráð og heilt þjóðarhrun er engu til að dreifa. Ekki furða þó þjóðir þori ekki að lána og hætta fjármunum sínum í svona lögleysulandi, híha!
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.