ÆTLAR RÍKISSTJÓRNIN AÐ HLUSTA Á RÁÐGJAFA SINN?

Bankastjórn ríkisbanka krefst lögbanns á umfjallanir um sjálfan sig jafnvel þó upplýsingin þjóni augljóslega  þjóðarhagsmunum.  Þessi frámunalegu viðbrögð sýna að úthreinsanir ríkisstjórnarinnar eru hvergi nærri búnar né hagsmunatengsl upprætt.   Geri ráð fyrir að þetta fólk verði látið taka pokann sinn.  Í ofanálag mótmælir aðstoðarmaður forsætisráðherra ráðgjafa ríkisstjórnarinnar í bankahruninu, hinni mikilsvirtu Evu Joly, og kveður hana lítið vit hafa á efnahagsmálum og eigi að halda nefinu fyrir sig.  Augljóslega veikir þessi greining Evu stöðu ríkisstjórnarinnar enda stöðumat Jóhönnu og Steingríms(eftir kosningar) gagnvart icesave, AGS og ESB verið rangt.  Þessi kona veit hvað hún syngur og þorir að segja það sem þarf.    Með svona aðstoðarmann er vonlegt að forsætisráðherra vaði í villu og vona ég hún láti sjéníið róa hið snarasta.  Þingflokkur vinstri grænna þarf svo að koma vitinu fyrir formanninn eða fá sér nýjan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt að hlusta á mig...

Polkinn (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:55

2 identicon

Þú skuldar mér pening.

lydur arnason (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband