5.8.2009 | 02:44
ER KOMPÁS RÍKISSTJÓRNARINNAR BILAÐUR?
Afstaða manna varðandi icesave virðist lítt breytast þó fram komi ný gögn og/eða vísbendingar. Er þá ekki alveg eins gott að kýla bara strax á atkvæðagreiðslu? Undirskriftir ráðherranna á þessum samningi að þinginu forspurðu eru mjög í anda vinnubragða fyrri stjórna og þingið sem fyrr, aðeins til trafala. Í ofanálag er kortlagning Evu Joly á icesave, AGS og ESB fratyfirlýsing á dómgreind æðstu ráðamanna sem virðist fyrirmunað að gera sér grein fyrir heildarsamhengi hlutanna. Vitanlega er mikilvægt að koma atvinnulífinu í gang og til þess höfum við margt í pokahorninu sem tekur fram endalausum lántökum. Nefni sem dæmi að auka fiskveiðar, draga úr opinberum umsvifum, afnema gjaldeyrishöft samhliða skattlagningu jöklabréfa, frystingu eigna, uppræting spillingar og síðast en ekki sízt endurskoðun stjórnarskrár.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.