5.8.2009 | 03:16
LEYND Í HÁMÆLUM.
Mikið var hamrað á nauðsyn leyndar í þar síðustu stjórnartíð. Eitt af kappsmálum ungra sjálfstæðismanna var bann við birtingu skattskráa í nafni persónuverndar, reyndari sjálfstæðismenn vildu líka leynd á fjármálum flokkanna og afgangurinn lofsöng mjög bankaleynd sem forsendu eðlilegs viðskiptalífs. Allt hefur þetta sýnt sig að vera rangt og andstætt almannaheillum. Ömurlegur viðskilnaður forsprakka kaupþings dagana fyrir hrun er skýr sönnun þessa og öll heimsbyggðin stendur nú uppi með uppskrift að bankaráni innan frá. Teljist þetta löglegt er illa komið fyrir alþjóðasamfélagi sem kennir sig við siðvæðingu. Kannski má skýra tregðu alþingis til höfuðs þessu sukki að stór hópur þarsitjandi manna er á einn eða annan hátt tengdur viðskiptallífinu? Afhverju er ekki gengið á milli bols og höfuðs þessu þjóðarmeini? Hvers vegna þarf Johnsen einn að sæta lagi?
LÁ
Athugasemdir
Atarna ein góð zpörn...
Steingrímur Helgason, 5.8.2009 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.