6.8.2009 | 02:17
EVU JOLY Í NÆSTU SAMNINGANEFND!
Þingheimur virðist vera kominn á þá niðurstöðu að samningur Svavars Gestssonar við breta og holllendinga sé óásættanlegur fyrir íslendinga. Um leið og ég fagna þessari niðurstöðu fer um mann áhyggjuhrollur vegna æðstráðenda ríkisstjórnarinnar sem bæði skrifuðu undir þennan samning og ætluðu þinginu til staðfestu. Er dómgreind þessa fólks svo ábótavant að þau uggðu ekki að sér í þessu gríðarlega hagsmunamáli þjóðarinnar? Og þó ég sé ekki sammála formanni sjálfstæðisflokksins um forgangsröð hans á bankaleynd hittir hann naglann á höfuðið varðandi icesavesamninginn, hann er ónýtt plagg og semja þarf upp á nýtt. Sting upp á að Eva Joly leiði þá samninganefnd.
LÁ
Athugasemdir
Það er vægt ti orða tekið að tala um áhyggjuhroll. Frammistaða ríkisstjórnarinnar er með slíkum ólíkindum að það er engu líkara en menn (og konur) hafi tileinkað sér hugarfar Svavars Gestssonar, sem „nennti ekki að hafa þetta hangandi yfir [s]ér lengur“ og hreinlega gefizt upp.
Gunnar Gunnarsson, 6.8.2009 kl. 02:39
Sæll, Gunnar og í ýmsu sammála frammistöðumati þínu á ríkisstjórninni sem kortleggur heildarmyndina ekki rétt og forgangsraðar því rangt. Á hinn bóginn tel ég sjálfstæðisflokkinn óstjórntækan sem stendur og þar á bæ þurfa menn að hraða úthreinsun.
LÁ
Lýður Árnason, 6.8.2009 kl. 02:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.