STEINGRÍMUR Í KASTLJÓSINU.

Steingrímur vék sér fimlega undan spurningum fréttamanns í Kastljósinu í kvöld og varp ábyrgð icesave á fyrri ríkisstjórn samfylkingar og sjálfstæðisflokks.   Reyndar réttilega en ráðherrann er þó í klemmu vegna eigin undirritunar á icesavesamningnum sem gerir honum illa kleift að gagnrýna þetta mjög svo umdeilanlega plagg.  Annað atriði, að fyrirvarar komi aðeins "hugsanlega" til umræðu við viðsemjendur, hlýtur að vera fleipur af hálfu formannsins.   Verði fyrirvarar eitthvað í líkingu við það sem fram hefur komið kollvarpar það samningnum og Steingrími hlýtur að vera það ljóst.  Í samantekt má segja að icesavesamningurinn átti aldrei að fara undirskrifaður til þingsins og sú yfirsjón á eftir að draga dilk á eftir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og það var nefndur Steingrímur sem undirritaði hann aðeins klukkutíma eftir að a.m.k. einn ef ekki fleiri samþingsflokksmenn hans neituðu að fallast á að samningurinn yrði undirritaður.

Helga (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 03:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband