BORGARAHREYFING Í VANDA.

Þjóðin átti að fara á þing með Borgarahreyfingunni.   Það tókst og þingmenn flokksins verið í mörgu ferskir.  Þremur þingmönnum af fjórum hefur þó verið legið á hálsi andstaða gegn ESB-aðild sem stríðir gegn yfirlýstri stefnu flokksins.   Öll hafa þó gert grein fyrir skoðanaskiptunum og fært  fyrir þeim haldbær rök.  Útafstandandi þingmaður flokksins hefur haft í frammi stórorðar yfirlýsingar vegna þessarar afstöðu flokkssystkinanna og með þeim laskað framboðið að óþörfu.   Dvelur þessi sami þingmaður við grundvallarstefnu hreyfingarinnar og telur hana ófrávíkjanlega en leyfir sér þó þann tvískinnung að þiggja listamannalaun samhliða þingfararkaupi.   Eðlilega vill grasrótin uppræta þennan ágreining og boðaði því til fundar í kvöld.  Enginn þingmannanna mætti.   Ætlar Borgarahreyfingin, eftir aðeins nokkurra vikna líf sem þingflokkur, að feta í slóð Frjálslynda flokksins sáluga sem á sínum tíma stóð fyrir opnu marki en hitti ekki boltann?   Nú reynir á kænsku formannsins og vona ég innilega að honum lánist að rétta við ásýnd hreyfingarinnar áður en það er of seint.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband