SAGNABRUNNAR.

Hagfræðispekúlant að nafni Sibert segir Ísland of lítið til að virka sem þjóðríki.   Týnir til ýmislegt og margt af því augljóst og rétt.  Fyrir leikmenn er ágætt að rýna í söguna.  Þar er allt litrófið, stór ríki og fjölmenn, stór ríki og fámenn, lítil ríki og fjölmenn, lítil ríki og fámenn.  Allt hefur þetta gengið sæmilega en auðvitað kostir og gallar í öllu.   Ísland er fámennt, afskekkt og að mörgu leyti einangrað.   Fákeppni og þrönghagsmunir hafa hamlað mjög þroska og velferð samfélagsins, samgangur stjórnmálamanna og atvinnulífs verið allt of náinn og fært brennidepilinn frá heildarhagsmunum.   Verkferlar lýðræðisins hafa reynst máttvana til að skipta út fólki og mannvalið líka takmarkað.   Spurningin er hvort þjóðin telji þetta samt skárra borð en áhættan sem felst í afsali sjálfstjórnar, alveg eða að hluta.   Þegar öllu er á botninn hvolft segir enginn spekúlant það sama, þegar einn galar já, galar annar nei og sá þriðji kannski, kannski, kannski.  Því er sagan oft og einatt besti brunnurinn að sækja í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband