10.8.2009 | 05:20
DRAUMUR SAMFYLKINGAR BÚINN?
Misvísandi skilaboð stjórnmálamanna, hagfræðinga, lögfræðinga, evrópuspekúlanta og ekki-evrópuspekúlanta dynja á þessari ekkisens þjóð og hljóta ein og sér að reka héðan burtu nokkrar prósentur. Af ósætti þingmanna er augljóst að Ísbjörgin er óborgandi og hjartanlega er ég sammála framsóknarmanninum norðlenzka að heiðarlegast sé að tilkynna bretum og holllendingum að alþingi íslendinga hafni þessum samningi og semja verði að nýju. Auðvitað er það áfellisdómur yfir Jóhönnu og Steingrími, nánast frágangssök, en þjóðin verður að teljast meira virði en tvíeykið, jafnvel þó litlu muni. En höfnun Ísbjargar dregur á eftir sér annan dilk, þann að evrópuleiðangur samfylkingar er úr sögunni. Fagna því margir en varla Vilhjálmur Egilsson, málsvari atvinnulífsins, sem átelur hagfræðinga sem telja lánaþörf íslendinga ofmetna. Erfitt er þó að sjá aukna skuldasöfnun auka lánshæfismat þjóðar, jafnvel þó íslenzk sé. Svo er spurningin hvort ekki sé hagstæðast fyrir Ísland, þurfi það fjármagn, að fá lánað úr lífeyrissjóðunum í íslenzkri mynt. En kannski dettur engum í hug að þjóð geti lánað sér sjálf. Bestur er þó Bertelson sem segir fyrr frjósa í víti en hann skipti um flokk. Það hefur kannski blásið soldið á grillinu þegar listamaðurinn yfirgaf framsóknarflokkinn?
LÁ
Athugasemdir
Eftir fallið mikla, þar sem ekki færri en þrír læknar og ein hjúkrunarkona unnu að því að koma mér aftur í samt lag, þá hef ég orðið þess vísari, að hugurinn hefur þroskast hvað varðar líðandi stund.
Sem dæmi: Af hverju hefur Jóhanna ekki pantað tíma hjá Brown? Það nær ekki nokkri átt, að láta afdankað möppudýr ákveða hvað okkur er fyrir bestu. Að vísu treysti ég ekki Jóhönnu til að leggja í bretana, en hún gæti farið með Evu Joly, sér til halds trausts. Hefur þetta aldrei borið á góma?
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:08
Jú, Doddi Koddi, hugmyndin er ekki ný en einhvernveginn virðist Jóhanna sem dásamar mjög alþjóðlegt samstarf og evrópu, sjálf vera holdgervingur einangrunar- og afdalahyggju.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.