15.8.2009 | 13:28
VONANDI HEFUR BJARNI LÖG AÐ MÆLA.
Samkomulag um Ísbjörgu virðst í höfn, ósáttir græningjar eru sáttir, sjallarnir sömuleiðis en ekki framsókn. Sjálfur aðhyllist ég sjónarmið framsóknar og tel lagalegan grundvöll skuldanna verða að liggja fyrir. Einnig tel ég þjóna hagsmunum allra samningsaðila að kortleggja eignir Landsbankans og eyða þeirri óvissu áðuren skrifað er undir samning. Það þætti flestum sjálfsögð kurteisi, ekki sízt í máli sem þessu. Skil engu að síður þá sýn stjórnarliða að bjarga lífi eigin stjórnar og vilja halda áfram sínu verki. Sjálfstæðismenn skynja væntanlega hlut sinn í þessu ævintýri öllu og einnig að staða þeirra í stjórnmálum er áþekk ónýtum gjaldmiðli. En eigi formaður flokksins kollgátuna og þessi útkoma reki breta og holllendinga aftur að samningaborðinu má þjóðin vel við una. Þessi útkoma afhjúpar hinsvegar dómgreindarbrest forvígismanna ríkisstjórnarinnar og ranga kortlagningu, því miður.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.