17.8.2009 | 00:30
NÚ MUN HRÓÐURINN VAXA.
Andstaða alþingis gegn icesave og innleiðing sjálfsagðra og réttlátra viðbótarákvæða mun auka hróður okkar á erlendri grund. Þjóð sem ver eigin þegna gegn of miklu skuldaálagi, hafnar skilyrðislausum kröfum lánardrottna og forgangi en lýsir þó yfir ábyrgð hlýtur að áskotnast virðing alþjóðasamfélagsins, ekki sízt smærri þjóða. Íslenzkir ráðamenn ættu ennfremur að benda bretum og holllendingum á sameiginlega hagsmuni varðandi endurheimtur og samstarf þjóðanna þriggja á þeim grunni. Óreiðumennirnir sjálfir, eigur þeirra og viðskipti, eru hin réttu skotmörk og eðlilegt og sjálfsagt að plægja þann akur áður en gengið er á annað.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.