27.8.2009 | 16:24
Á AÐ ENDURTAKA MISTÖK JÓHÖNNU & STEINGRÍMS?
Nú stendur yfir lokahnykkur umfjöllunar icesave og settur inn nýr fyrirvari um að fyrirvarar skuli bornir undir viðsemjendur til samþykktar. Sýnir auðvitað óheilindi málsins í hnotskurn en annað stingur einnig í augu. Ætlar þing að samþykkja ríkisábyrgðina án þess að bera nýjan samning fyrst undir breta og hollendinga? Á að endurtaka fyrri mistök og forgangsröð Jóhönnu og Steingríms? Samþykkt þings er bindandi og hvað ætla þingmenn að gera samþykki bretar og hollendingar ekki fyrirvarana? Sem hlýtur að vera eins líklegt þar eð þeir voru ekki þátttakendur í þessu hnoði. Ennfremur geta þessar þjóðir litið á samþykkt þingsins sem samþykkt á "gamla samningnum" og hvað þá? Hverju myndi íslenzk þjóð tapa með því að senda samninginn til yfirferðar breta og hollendinga og þingheim í sumarfrí á meðan? Ávinningurinn finnst mér að minnsta kosti augljós.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.