REFSKÁK.

Í darraðadansi bankahrunsins ákváðu stjórnvöld að ábyrgjast íslenka innistæðueigendur að fullu og skapa þannig misræmi á milli þeirra og útlendra innistæðueigenda.  Hvers vegna var þetta gert?  Ráðamönnum hlaut að vera ljós hættan á lögsóknum vegna þessa ójafnaðar fyrir utan þá klárlegu fjárhagslegu óvissu sem verið var að gangast undir.  Í þessum suðupunkti hefur þrýstingur hérlendra fjármagnseigenda vitanlega verið mikill, sérlega þeirra umsvifamestu, og stjórnvöld stóðust ekki áhlaupið.   Enda samgangur stjórnmálamanna og viðskiptalífs of mikill þá sem nú.  Og þessi samgangur hefur ugglaust gert að verkum að þjóðarhagur var fyrir borð borinn og viðskiptajöfranir hafðir í forgangi.   Auðsveipni sjálfstæðismanna varðandi ríkisábyrgð á óreiðu landsbankans í Bretlandi og Hollandi vekur upp sömu spurningar.  Afhverju ættu þeir að ganga annarra erinda nú en síðasta haust, er þetta ekki að megninu til sama fólkið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er svo komið, Lýður minn, að ég botna hvorki upp né niður í því sem er í gangi við Austurvöll,  Hvort er meira vit í þeim, sem eru inni, eða fyrir utan?  Hugrenningar þínar, hafa verið mér að skapi. Augljósar og auðskildar. Nú ætla ég að ræða þessi mál  við vini mína hjá Vottunum.  Ég veit svarið.  Það er, að heimsendir er í nánd. Ekki  vitlausara en hvað annað.

Þórður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 03:30

2 identicon

Sæll, Doddi Koddi.  Fáa veit ég betri menn og afmæli þitt kemur senn.  Spurðu vottana hvað skal gera ef þú dettur á leiðinni á Vagninn og þarft smá uppáhelling til að halda uppi trukkinu, spurðu hvort þú getir fengið undanþágu?

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband