29.8.2009 | 01:30
ÆRSLADRAUGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA.
Í dag, 28. ágúst 2009, samþykkti ríkisstjórn Íslands og meirihluti alþingis margumtalaða ríkisábyrgð á icesave. Margir telja að með þessari samþykkt sé ærsladraugur sjálfstæðisflokks frá fyrri ríkisstjórn loks niður kveðinn. Steingrímur segist með samþykktinni vera að moka skít og sjálfstæðismenn skilja ekki föðurlandssvikin. Fingraförum samfylkingar er vandlega frá haldið og liðsmenn hennar sakleysið uppmálað. En viðbrögð breta og hollendinga gætu hæglega verið þau að báðar þjóðirnar segi búið að semja og hnoð alþingis breyta engu. Og þá mun ærsladraugur sjálfstæðismanna upp rísa enn á ný, illvígari en nokkru sinni. Sumarfrí þingmanna gæti því orðið endasleppt.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.