29.8.2009 | 02:01
AFI EGILS SKALLA-GRÍMSSONAR Á ÞINGI.
Minna varð úr áminningu hæstvirts þingmanns en til stóð og sök varpað á Kveldúlf, afa Egils Skalla-Grímssonar, en sá ættleggur var þekktur fyrir hamskipti á síðkvöldum, ekki sízt væri öl kneyfað. Líklega hefur hæstvirtur þingmaður bölið bætt með því að benda á eitthvað annað og hæstvirtum þingforseta ásamt háttvirtum málsækjanda því talið almennan farveg farsælli en sértækan. Enda hverju skiptir smá Kveldúlfur þegar hæstvirtir þingmenn, jafnvel ráðherrar, geta áminningarlausir leynt þingheimi bæði skjölum og upplýsingum. Ég ætla að muna það næst þegar frúin verður stöðvuð af löggunni að segja þetta bara smá Kveldúlf.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.