AUKASÝNINGAR Á GAMLA LASTABÆLINU.

Kanadíska orkufyrirtækið MAGMA sækir nú í eignahluti orkufyrirtækja á Íslandi.  Innspýting frá einkageiranum hefur oftar en ekki reynst vel þó umræðan nú sé eðlilega lituð af biturri reynslu óhófs og græðgi í þessum efnum.  En af því sem frést hefur af tilboði MAGMA virðist margt sammerkt með fyrrgreindu lastabæli.  Vextir afborgana eru lágir eða 3svar sinnum lægri en af icesavehörmunginni.  Einnig eru 2/3 hlutar kaupverðs ekki borgaðir fyrr en að 7 árum liðnum og veðið kaupin sjálf.  Verst er þó krafa kaupanda um samningsleynd.   Því leikhúsi héldu flestir búið að loka.  Samfylkingin kveðst þó ekki una þessu og fer fram á opinberun.  Þó því erindi verði hafnað heiti ég á samfylkingarmenn að birta samninginn og sýna þá viðleitni sem flokkurinn boðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband