GRÍMSBRÚ & ELÍASARSLÓÐ.

Aðlögunin í forskólanum heldur áfram á morgun.  Gekk illa í dag, feðgarnir syfjaðir og illa stemmdir.  Sem sagt sneypuför.  Önnur tilraun verður gerð á morgun.  Annars hresstumst við báðir síðdegis og skruppum í kerrutúr um þorpið.  Var búið að fjarlægja nokkra skúra í sumar og járnbingjum fækkað til muna.  Einnig kominn fyrirtaks göngustígur meðfram bæjarlæknum en í bæjarstjóratíð Gríms endaði slóðinn við brúna þegar  bæjarsjóður tæmdist.  Brúna kalla ég Grímsbrú og gaf stígnum nafn í dag, Elíasarslóð.   Enda brúaði Grímur bilið svo sjallarnir gætu haldið áfram.  En hvort sem ruslahraukaplakatið frá í vor hafi ýtt við bæjaryfirvöldum eða ekki eiga þau hrós skilið fyrir tiltektina og fjarlægi þau steypubinginn framan við félagsheimilið fá þau fullt hús.

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband