TILRAUNAVERKEFNIÐ VESTFIRÐIR.

Þó stjórnmálamenn liggi almennt mjög undir ámælum geta jaðarbúar hér  vestra hrósað happi í samgöngumálum.  Þrátt fyrir efnahagslega ágjöf er Mjóafjarðarbrú staðreynd, Arnkötludalur á lokasprettinum og Bolungarvíkurgöng vart sniðgengin úr þessu.    Allar þessar úrbætur styrkja svæðið og taki menn eftirleikinn með trompi er aldrei að vita hvað gerist.  Mín tillaga í þeim efnum er að kjálkinn standi utan við ESB, AGS og þann gapastokk allan sem einskonar tilraunaverkefni.  Með því gæti þjóðin séð með eigin augum hvor leiðin falli betur að þjóðarhag og fólk ákveðið hvoru megin girðingar það vill búa.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Klára verk tröllzkezzanna & láta kjálkann á rekann...

Steingrímur Helgason, 5.9.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband