HEILBRIGÐISGEIRINN KRUFINN.

Niðurskurðarsveðjan er nú komin á fullt og strax farið að snitta til velferðarpálmann.  Heilbrigðisgreinin sem verið hefur einna fyrirferðarmest verður nú að sjá á eftir þó nokkrum stilkum.   Nokkuð ljóst að nýtt hátæknisjúkrahús má þola bið og þjóðin hrósa happi að sú firra hafi ekki verið komin á legg.   Dellan sýnir þó ágætlega hverju innlögn eins ráðherra getur komið af stað.  Jafnvel hjá hámenntuðu fólki.  Launakostnaður í heilbrigðiskerfinu er lang stærsti útgjaldaliðurinn og á sjálftöku ráðandi hópa eins og lækna þarf að taka t.d. með launaþaki.  Einnig er lyfjakostnaður fáranlega hár og þyrfti að þrengja skorður til uppáskrifta á þann hátt að bununni sé beint að ódýrari lyfjum.   Í þriðja lagi mætti hemja rannsóknargleðina enda oft hægt að ná fram því sama með orðræðunni einni.   Í reynd hefði sparnaður í heilbrigðiskerfinu átt að eiga sér stað miklu fyrr en hingað til hafa tilraunir í þá átt verið púaðar niður af ráðandi fólki og hagsmunaaðilum.   Langt er síðan að læknisfræðin óx sjálfri sér yfir höfuð og gustukaverk að grisja þann vöndul.   Umönnunarstéttirnar liggja hinsvegar ver við höggi.  Fórnfýsi þeirra sem þar starfa er einstök og sé tekið mið af eðli vinnunar og framlagi mættu sumir hugsa sig um áður en þeir fara að fjargviðrast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

þú þyrftir að ráða einhverju Lýður - mikið til í þessu hjá þér - aðallega rannsóknargleðin - hún er náttúrulega bara "too much" - stundum varla talað við sjúklinginn - fyrst teknar prufur, rtg .......   hvar er "klíníkin? 

Sigrún Óskars, 5.9.2009 kl. 23:18

2 identicon

Sæl, Sigrún.  Fólk sem ekki tekur orðalaust við keflinu kemst sjaldan til valda án blóðsúthellinga en tími með sjúklingi er vanmetinn en kjaftæði í fyrirlestrasal ofmetið.

lydurarnason (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband