PENDÚLLINN SVEIFLAST ÖFGA Á MILLI.

Ýkt samfélag á Íslandi felst t.d. í nafngiftum.  Afkáraleg nöfn, jafnvel afskræmd, tungubrjótar og raðheiti í ætt konungborinna hafa rutt sér til rúms.  Nefni ekkert og móðga engan.  Annað er sjúkrahúsheimsóknir.   Áður var heimsóknartími foreldra mjög takmarkaður og betra þótti að hafa þá fjarri, núna mega foreldrar vart fara heim og nýjustu barnadeildirnar byggðar að hætti hótela.  Algengt var að lík stóðu í heimahúsum fyrir greftrun, nú sjá fæstir lík fyrr en seint og síðar meir.  Stofugangur var í reykjarkófi á áttunda áratugnum, nú má ekki einu sinni púa á sjúkrahúslóðinni.   Súkkulaðistykki voru smáflísar hér áður en nú á stærð við mótatimbur.  Þegar Björgvin Halldórsson stóð á hátindi frægðarinnar vantaði í hann hálfa framtönn og skelltu margir hamri í góm til að apa það eftir.   Nú spanderar fólk vænni innborgun í íbúð  í tannréttingar jafnvel þó grísirnir séu margir.   Meira að segja bíómyndir hafa vaxið frá hefðbundinni 90 mín. skemmtan í 270 mín.  Fjársýsla er samt ýktasta dæmið og jafnframt það sorglegasta, sjómenn gerðust bankamenn, rifu í sig heiminn og loks sjálfa sig.   Og nú er núllstilling framundan, akstur frá óhófi til óhófs sem margir segja afturhvarf til fortíðar.  En ætli pendúll sögunnar hafi ekki ávallt sveiflast á milli öfga og skársti tíminn þegar hann er mitt á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband