SILFRIÐ FER VEL AF STAÐ.

Hagfræðingurinn Stieglitz átti fyrsta Silfur vetrarins, einnig var Jón Daníelsson með sömu menntun spakur.  Samt voru þeir ósammála í nokkrum grundvallaratriðum og bar gjaldeyrishöftin hæst.   Báðir færðu þó prýðis rök fyrir sínu.  Stieglitz taldi lítil hagkerfi þurfa sveigjanleika og hrósaði krónunni, taldi evruna af og frá og í máli hans skein í gegn vantrú á ESB.   Jafnframt lýsti hann frati á almenna afskriftarleið og skýrði vel.  Einnig átaldi hann að sama fólkið sem hannaði hrunslóðann skuli enn þar statt og veita umsagnir til hægri og vinstri.  Magnaður hagfræðingur þarna á ferð og á Egill þökk skilið að traktera þjóðina með slíkum fagmanni, reyndar ekki í fyrsta sinn.  Af þeim sex gestum sem fram komu voru þau tvö sem sitja á alþingi sýnu slöppust, málflutningurinn þvældur og máttlaus.   Kannski líking Stieglitz um pípulagningarmanninn fari nærri um orsökina en í henni er átalið að þegar pípulögn springur sé sami pípulagningarmaður sendur til viðgerða því sá mun aldrei viðurkenna að hafa ekki vandað til verksins og alltaf kenna öðru um.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband