RÍKISSTJÓRNIN HIRÐFÍFL RÁÐGJAFANS.

Þetta er skrítin stjórn.   Vangaveltur um að hinn margumtalaði bandaríski hagfræðiprófessor gegni ráðgjafahlutverki fyrir hönd ríkisstjórnarinnar er fagnaðarefni fyrir þjóðina enda hugmyndir hans í hróplegri andstöðu við stefnu stjórnvalda.  Hann átelur okkur fyrir að treysta ekki krónunni, hann átelur okkur fyrir að losa okkur ekki undan alþjóðagjaldeyrissjóðnum, hann átelur okkur fyrir lántökur sem ekki skal nota, hann átelur okkur fyrir ónóga tiltekt í stjórnkerfinu, hann átelur okkur fyrir linkind í garð útrásarplebbanna, hann átelur okkur fyrir undanlátsemi varðandi icesave og hann átelur okkur fyrir að trúa stanslausum hræðsluáróðri úr öllum áttum.  Fari ríkisstjórnin að hans ráðum þarf hún að kyngja greipaldini en hvað gera stjórnmálamenn ekki fyrir þjóð sína?

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki betur séð, en skoðanir ykkar Stiglitz smell passi saman.  Ekkert minna en nóbelsverðlaunahafa þarf til þess, að koma þeim á framfæri. -----Til hamingju!!!

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 09:20

2 identicon

Sæll, Doddi Koddi.  Þetta hringsnýzt allt saman og enn bíðum við viðbragða breta og hollendinga vegna Ísbjargarinnar.  Það gæti fært fjör í leikinn þegar þau verða ljós.

lydur arnason (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband