MÚKKA BJARGAÐ TIL HAFS.

Letin kom að góðum notum í dag.  Mávsunga bar niður á túnflöt heilsugæslunnar og uppi fótur og fit hjá ungviðinu.  Skaut unginn ælunni á björgunarfólkið og varnaði mjög aðkomu.  Lýðsson var sérlega aðgangsharður enda sólginn í lýsi.  Rauðhausinn í hópnum kvakaði um pappakassa en sá hvergi í sjónmáli.  Var það krökkunum á endanum til happs og fuglinum til lífs að undirritaður hafði trassað öskuhaugaferð og bílskottið því úttroðið af kössum í stærðum og gerðum.  Þannig var múkkinn vængsamaður og borinn til hafs.   Eflaust vaggar hann nú alsæll einhversstaðar í haffleti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband