10.9.2009 | 02:43
MILLI SKIPS OG BRYGGJU.
Ákvarðanir eru yfirleitt markaðar rökum, misgóðum en einhverjum þó. Atbeini stjórnmálanna virðist þó undanþeginn þessu og næsum ógerningur að sjá fyrir hvaða stefna er tekin næst. Í dag fréttist af japönum sem vildu þegar í nóvember dæla hingað inn peningum, kaupa einn hrunbankanna og reisa gufuaflsvirkjun. Samkvæmt talsmanni þeirra var erindinu ekki svarað af þáverandi fjármálaráðherra né núverandi þrátt fyrir ítrekanir. Sá sem enn situr segir erindið hafa lent á milli skips og bryggju og ekkert í hans kolli um málið. Hefur ráðuneytisfólk leynt hann þessu Japansbréfi eða eru hagsmunaaðilar að verki, eina ferðina enn. Kannski fréttin um þessa umleitan Japanana sé uppspuni en eftir því hljóta fjölmiðlar nú að leita. Almenningur er hættur að botna í þessari endaleysu allri sem gengur þvert á allt vit, rökhugsun og flokkslínur. Best væri að taka alþingishúsið upp með rótum, hvolfa því og hella síðan hratinu. Stjórnmálamenn á Íslandi sitja í horni kringlótts herbergis og fólkið sem kaus þá fyrir ofan garð og neðan.
LÁ
Athugasemdir
Hvernig geta 2 ráðuneyti "týnt" umleitan um tækni- og fjárfestinga-samstarf upp á 200 milljarða? Er stjórnsýslan í "verkfalli" gegn ríkisstjórn og stórum hluta alþingis, eða er hér enn eitt dæmið um vanhæfi og trassaskap okkar "vel menntaða úrvalsfólks" sem sífellt er tönnlast á? Fer ekki að koma tími á að "okkar" vel menntaði" mannauður fari að sýna eitthvað lítilræði á einhverju sviði, sem hægt er að treysta að ekki sé klúður?
Líklega er nóg fyrir marga að halda bara og trúa að við séum best í heimi !
Ólafur G. Sigurðsson, 10.9.2009 kl. 03:34
Orð að sönnu, Ólafur G. Sigurðsson, áttvillan algjör og ekki á neitt treystandi.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:00
Höfum við ekki endanlega stimplað okkur inn, sem allra þjóða mestu fáráðlingar?
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 03:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.