12. SEPTEMBER.

Dagurinn var sprenging.  Tók daginn snemma og mætti í myndatöku.  Var réttu megin við linsuna en fylgdist með leikurum klæðast ýmsum gervum og pósa.  Tilefnið er kynningarmynd fyrir væntanlegt leikrit sem sett verður upp innan skamms.   Leikritið fjallar um besta heilbrigðiskerfi í heimi sem við þurfum nú að fórna vegna bankarána og sjálftöku nokkurra dáðadrengja.   Myndirnar lofa góðu og munu birtast á næstu dögum.  Næst var haldið í barnaafmæli og þaðan fylgst með kindum koma af fjalli ásamt kaffidrykkju.   Rollurnar jörmuðu ákaft í réttunum og áttu ungir sem aldnir  góða stund.  Krabbasúpa, sérlega ljúffeng, var síðan sötruð í Einarshúsi og eftirrétturinn, Ylfa Mist, fór ákaflega vel í maga.  Sprundin las upp úr 100 ára gamalli kossabók og ljóst að í þeim efnum hefur afturför orðið mikil.   Nú ryðst Svarti-Pétur bara beint inn og ekkert kjaftæði.   Á morgun er svo hvíldardagur og ætla ég, aldrei þessu vant, að halda hann heilagan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband