TÚPÍLAKAR Í EINARSHÚSI.

Borgarahreyfingin sem stofnuð var til höfuðs spillingu og flokksræði íslenzks samfélags hefur svo sannlega fengið að kenna á mannlegum breyzkleika.  Einn tók listamannalaunin með inn á þing og nú hafa hinir þingmennirnir þrír sagt skilið við upprunann en réttlæta áframsetu sína á alþingi með nýrri kennitölu.  Kennitöluflakkið sem grefur hratt undan samfélaginu er nú líka þeirra skjól.  Sorglegur endir á nýrri von og sóun á framtíðarmöguleikum.  Arfleifð borgarahreyfingarinnar er líka sorgleg og algerlega andstæð hugsjóninni, styrking flokksræðis og þar með spillingar.  Þessi umpólun slær við umpólun Steingríms frá því vetur og er þá mikið sagt.  Annars virðist uppnám í aðsigi á stjórnarheimilinu, icesavefyrirvarar runnu ekki eins ljúflega niður í viðsemjendurna og vonir stóðu til.  Ríkisstjórnin mun þurfa að treysta á eigin meirihluta til að knýja fram þessa umdeildu ríkisábyrgð og þverpólitísk sátt fyrir bí.  Ekki þarf flinka reiknimeistara til að sjá að skuldin er þjóðinni ofviða.  Þessu máli verður því að finna nýjan farveg eigi ekki illa að fara.  Ríkisstjórnina skortir kjark, stjórnarandstaðan er óstjórntæk og manni verður illt af að heyra sjálfstæðismenn tala eins og þeir viti hvað gera skuli.  Sé sú vitneskja til staðar hefði henni betur verið beitt í aðdraganda hruns.  Flóttaleiðin út úr þessu pólitíska súrmeti var að skreppa í Einarshús í Bolungarvík og hlusta á hina þingeysku Túpílaka sem komu öllu niður á jörðina með frábærri músik og hnittinni framsetningu á því eina sem skiptir máli:  Éta, sofa, drekka, ríða og drepast svo þegar þörfinni er fullnægt.  Sem vonandi verður aldrei.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri kannski ráð að byrja næst á botninum og stofna spillingar- og eiginhagsmunapotsflokkinn.

Hann getur þá ekki annað en batnað.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 08:08

2 identicon

Já, Bergur, ekki svo galin hugmynd.

lydurarnason (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband