HRIKTIR Í VELFERÐINNI.

Örlög  hins hafnfirzka St. Jósefsspítala eru nú í uppnámi.  Sem er slæmt því sjúkrahúsið er lítið og huggulegt, göngudeildin afkastamikil og þjónustan afbragð.  Vandinn er hve dýr hún er.  Séu laun lækna skoðuð er augljóst að skerfurinn sem þeir taka er stór.  Algengar launatölur sérfræðinga eru 15 hundruð þúsund og hærri.   Fyrirhugaðar uppsagnir og skerðing þjónustu er því væntanlega vegna tregðu lækna að minnka sinn hlut.  Sömu sögu má segja um tannréttingar, þar eru viðvikin hátt verðlögð og illskiljanleg venjulegu launafólki.  Að maður tali nú ekki um skilanefndirnar.  Einhvernveginn hefði maður haldið að svona árferði réttlætti hófstillingu launa.  Nú þarf Ögmundur að koma beint fram og tilkynna læknum óumflýjanlega tekjuskerðingu og þá er aldrei að vita nema allir verði menn að meiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri vinur!

Þetta minnir mig á þegar átti að bjarga sjávarþorpi austur á landi.---Þeir áttu að rækta kartöflur.----Þegar að var gáð,  hvernig til hafði tekist kom í ljós, að útsæðið var uppétið.  Girðingastaurarnir notaðiur í eldivið.--Gaddavírinn seldur.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 18:06

2 identicon

Doddi Koddi.  Ofar öllu að vanda.

lydur arnason (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert þriðji læknirinn, zem ég zé að greinir vandann rétt.

Kjarkað, verð ég nú að zegja.

Steingrímur Helgason, 22.9.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband