HEILBRIGÐISRÁÐHERRAR Í SANDKASSA.

Heilbrigðisráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra áttust við í Kastljósi kvöldsins.  Umræðuefnið átti að vera niðurskurður heilbrigðiskerfisins.  Skiptust ráðherrarnir á skotum og kváðust báðir betri.  Þó af nógu sé að taka hef ég sjaldan heyrt eins arfaslappa umræðu og lítt upplýsandi.  Þó allir viti að heilbrigðiskerfið, menntakerfið og stjórnsýslan sé að sligast undan launakostnaði er alltaf verið að tala um tilfærslur og skipulagsbreytingar.  Eini raunhæfi kosturinn er að fá fólk til vinnu sem sættir sig við minna.  Þetta er hinsvegar aldrei rætt.  Meðan stjórnmálamenn fara í endalausa hringi gerist ekkert og niðurstaðan tímaeyðsla.  Eins og Kastljós kvöldsins.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nákominn ættingi minn fær ekki krabbameinslyfin sín á Landsspítalanum við Hringbraut, vegna þess að þau eru ekki til!!!  Svo rífast þeir um laun læknanna!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:51

2 identicon

Sæl, Jóna Kolbrún.  Lyfjamál á Íslandi eru komin í ólestur, fólk í þeim bransa tekur of stóran skerf eins og læknarnir.  Því miður eru stjórnmálamenn alltaf að dusta ryk í stað þess að færa til kassa.

lydur arnason (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:32

3 identicon

Kynntist heilbrigðiskerfinu lítilsháttar í gærmorgunn.  Mér var bent á það, að raka öll lyf sem ég þarf á að halda, því þau væru ekki til á spítalnum. Þar sem ég var undirbvuinn undir aðgerð'ina, fór með stjórn gömul og glæsileg gömul kona örugglega vel yfir sjötugt.  Ég er viss um,  að hún vann þarna kauplaust, og af hugsjón einni saman.  Líklega er starfsemin á skurðsatofunni láglaunastarf.  Allavega vantaði ekki útlendinga í starfsliðið.  Svo á að reysa hátæknisjúkrahús uppá hundtuð milljarða, en þurfa að spara við sig heftiplástra.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 23:01

4 identicon

Doddi, Koddi.  Hátæknisjúkrahús er "fix ídea" eins og músikhúsið.  Hvorugt er gert í þágu fólksins í landinu heldur skírskotun til efri laga samfélagsins sem geta í gegnum þetta úthlutað bitlingum til sinna fylgismanna. 

lydur arnason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband