AÐKOMUHUNDUR VELDUR USLA.

Að búa undir sama þaki og hundur hefur fylgt mér megnið af minni kattatíð og mun sá síðasti eflaust veslast upp á grafarstæðinu.  Eitt stykki hundur hefur hingað til dugað en nú veit ég að tvö stykki raska mjög ró barnmargra heimila, ekki sízt sé á dýrunum aldursmunur.   Strax á fyrsta degi fóru spariskór og stígvél Lýðssonar og fótboltaskór elstu dótturinnar.  Á öðrum degi fengu ófáanleg snuð Lýðssonar að kenna á beittum hvolpstönnunum.  Eftir 3ja daginn voru allir boltar sprungnir á heimilinu.  Sveitahvolpsins draumur var grútur og alla dagana þurfti að skrúbba skinnið.  Fjórði dagurinn, þ.e.a.s. dagurinn í dag, byrjaði með úthlaupi.  Úthlaupi af gáleysi.  Sá gamli heimsótti vinkonu ofar í bænum en hvolpurinn fór í skólann.  Báðir dólgarnir voru handsamaðir en svo virtist að farir annars eða beggja hafi ekki verið sléttar.  Tveir einkennisklæddir lögreglumenn sem stikuðu að húsinu báru því vitni.  Í skyndingu þustum við krakkarnir með dýrin upp á loft og héldum tröntunum saman svo engu yrði lógað.  Lögreglumennirnir sinntu sínum embættiserindum af natni og náðu loks tali af frúnni, tjáðu henni að hvolpurinn hefði valdið usla og lagt nemendur í einelti.  Þar sem dýrið var í minni umsjá bið ég þessa forláts og upplýsi í leiðinni að rakkinn er farinn aftur í sveitina.  Því ætti morgundagurinn að geta gengið sinn vana gang í Bolungarvík, raskaður af engu nema kvótakerfinu. 

LÁ   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...Það kerfi mun ekki raska neinni ró í Bolungarvík frekar en fyrri daginn...

Úmbarúmbarúmm (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:17

2 identicon

Flestir venjast kröminni en fiðringurinn er til staðar.

lydur arnason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:55

3 identicon

Kæri vinur!

Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessari ótrúlegu uppákomum, sem vinur minn hefur ollið á heimili þínu og í bæjarfélaginu öllu. Varla kominn í bæinn þegar fréttir fóru að berast að vestan af furðulegum uppátækjum vinar mínst. Fékk þetta í misstórum skömmtum og áherslum. Hafði meiri áhyggjur af framgöngu vinar míns, en uppskurði á karlmennsku minni.

Minnugur þess, hver urðu örlög krumma, sem ég sendi í fóstur í bílskúrinn hjá þér, þá má ég vera þakklátur, að ekki fór verr.

Að sjálfsögðu er ég afar þakklátur þér og fameliuni.

P.S.---Vona að ég sé ekki að upplýsa trúnaðarmál,  en var að frétta það að þið hjónin ætlið að yufirgrfa Bolungarvík næstu daga.----Eflaust bara kjaftasaga.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 21:32

4 identicon

Doddi Koddi.  Vera hvolpsins hefur valdið fjaðrafoki innan og utan veggja en þó tel ég engum hnullungum kastað.  Nú er hann farinn og allir þegar farnir að sakna hans.  Fjölskyldan ætlar ekki að yfirgefa Bolungarvík næstu daga og helst aldrei.  Sem sagt:  Kjaftasaga var það heillin.

lydur arnason (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband