BOLTINN FARINN AĐ RÚLLA.

Boltinn er farinn ađ rúlla og liđirnir ađ ízkra í íţróttahúsinu á Torfnesi á miđvikudagskvöldum.  Margt var um manninn í kvöld og iđuđu menn í sinni.  Komu einhverjir langt ađ, ţ.á.m. sveitastjóri Dalabyggđar.  Ákvađ hann ađ skella sér vestur eftir ađ hafa séđ samverkamann sinn í Kastljósinu.  Kapteininn frá Bolungarvík var einnig mćttur, nú grannur og spengilegur en á máli manna mátti heyra ađ hann hefđi veriđ betri feitur og öruggari á boltanum.  Róđur kvöldsins var ţungur enda áttum viđ í höggi viđ aldarfjórđungi yngri menn, ţó voru góđir sprettir og sveitarstjórinn sérlega lipur enda variđ helginni í göngum.  Alla Óshlíđina ţráttuđu kapteininn og sveitarstjórinn um sendiráđ en glöddust ţegar ţeir sáu ćxliđ út frá félagsheimili Bolungarvíkurbćjar málađ rautt.  Ég gat ekki skemmt ţessa barnslegu gleđistund og lét ósagt ađ ţetta vćri bara grunnur og ćxliđ yrđi málađ blátt eins og önnur ćxli. 

LÁ   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt sem er rautt verđur á endanum blátt...

Úmbarúmbaramm (IP-tala skráđ) 1.10.2009 kl. 21:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband