25.9.2009 | 00:56
HVAÐ FÓR ÚRSKEIÐIS?!!!!!
Fundur um sjávarútvegsmál er boðaður á Ísafirði á morgun. Fundarboðendur eru SUS, samband ungra sjálfstæðismanna. Auglýstir ræðumenn ætla að varpa ljósi á hamfaraboðskap vinstri manna í sjávarútvegsmálum og spá fyrir um hörmungar sem honum eiga að fylgja fyrir byggðarlögin. Að detta svona fundarhald í hug á sama tíma og fiskimiðin liggja undir hömrum útlendra banka minnir á sértrúarsöfnuð sem heldur í flata jörð. Þó margt úr vinstrinu sé vont held ég að þessum hópi færi betur að líta sér nær og breyta fundarefninu í: HVAÐ FÓR ÚRSKEIÐIS?!!!!!
LÁ
Athugasemdir
Spurt er: Hvað fór úrskeiðis?
Svar; ALLT ---- Bókstaflega ----ALLT !!!
Þorður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 04:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.