SKERPAST NÚ LÍNUR.

Enn einu sinni veldur lífshlaup Davíðs Oddsonar fjaðrafoki og fjölmiðlaheimurinn bugaður af áhyggjum vegna ráðningar hans á blað allra landsmanna, Moggann.  Vitaskuld mun innkoma Davíðs skerpa línurnar, Davíð er ekki þekktur fyrir miðjumoð.   Fljótt mun koma í ljós hvaða stefnu blaðið tekur, hún gæti orðið óvænt.  En hvað sem því líður, Davíð er aftur tekinn til við þjóðlífið og eftirmælin undir honum sjálfum komin.   Fjölmiðlafólk sem hræðist hlutdrægni og hagsmunatengsl ætti, með alla þessa reynslu í farteskinu, að stofnsetja nýtt dagblað og sýna almenningi svart á hvítu hlutlausa fjölmiðlun.   Óska ég þeim velfarnaðar í því verki og Davíð í sínu.

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með DV?  Þar er skyrinu aldeilis skvett í allar áttir, m.a. af frábærum pistlahöfundum.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 04:49

2 identicon

Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri hefur afplánað útskúfun þjóðarinnar, dóm alþýðu manna og stjórnarráðs. Honum var vísað frá embætti sem hann unni. Hann taldi sig enn hafa hlutverk til þess að þjóna landi og þjóð. Hann er með réttu eða röngu persónugervingur þess efnahagslega hruns sem opnaði fyrir okkur mikilvægi hinna mannlegu gilda. "Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott." (Thorbjorn Egner) Fyrir kaldhæðni örlaganna var Davíð vistaður á sama sakamannabekk og Jón Ásgeir. Margt er líkt með skyldum.

Ég átti Davíð lengi skuld að gjalda því hann neitaði mér örvingluðum, um aðstoð í miklum sonarharmi, en það gerði mér undur gott að fyrirgefa honum. "Fyrirgefningin er heimsins fremsta lækning" eins og Gerald G. Jampolsky hélt fram. Ég hef reynt það á sjálfum mér. "Að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum er fordenda mannlegs þroska." (Stefán Jóhannsson)

Ég átti Davíð skuld að gjalda en ég gaf honum fyrirgefningu í afmælisgjöf þegar hann varð sextugur. Enn á ný á Davíð rétt á því að njóta sannmælis og tækifæris á því að snúa frá villum síns vegar. Vitanlega er ráðning hans umdeild sem ritstjóra virtasta fréttablaðs á Íslandi, en sá sem er á móti henni ætti að hugleiða orð John Stuart Mill að kosturinn við rangar skoðanir er að þær varpa skýru ljósi á þær réttu. Ef þetta er röng ákvörðun hjá eigendum Mbl. að ráða Davíð, þá mun sagan skera úr um það.

Við lifum í þjóðfélagi umburðarlyndis. Hvaða röngu skoðanir hefur Davíð haft í gegn um tíðina og hvað segir það okkur um okkar "sönnu" skoðanir. Davíð á rétt á því að fá að sanna sig, eins og hver sá sem orðið hefur eitthvað á um dagana. Eða erum við fyrirfram búin að útskúfa öllum þeim sem orðið hefur eitthvað á um dagana. Þá eru þeir fáir sem sitja í hópi útvaldra. Guð blessi Davíð Oddsson og geri hann sem farsælastan ritstjóra fyrir land og þjóð. Hver veit nema að Davíð sjái lausnir sem okkur hinum eru duldar. "There are no problems, only solutions." (John Lennon)

Vandi okkar Íslendinga er slíkur að við þurfum á öllu okkar besta fólki að halda til þess að sigla þjóðarskútunni út frá strandstað. Látum örlagasögu Sturlungu ekki endurtaka sig. Undir merkjum umburðarlyndis fær Davíð okkar enn á ný tækifæri til þess að sanna sig. Hann hefur aldrei skort hugrekki og kannski sigrar hann Golíat (klíku- og samtryggingarveldi kolkrabbans). /BH

Björn Hjálmarsson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Ragna Jóhanna Magnúsdóttir

Vel mælt Björn!

Ragna Jóhanna Magnúsdóttir , 27.9.2009 kl. 00:12

4 identicon

Gaman að fá loks athugasemd frá sjálfum Húnapabba.  Davíð á í ástar-haturssambandi við þjóð sína og fyrst hann hefur ákveðið að taka við ritstjórastóli moggans telur hann sig eiga eitthvað ógert.  Hvað það er kemur í ljós á næstu mánuðum.  Kannski við verðum einhverju nær á gamlárskvöld?

lydur arnason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband