YFIRLÝSING UM GREIÐSLUSTÖÐVUN.

Íslenzkur kaupsýslumaður, ansi skondinn, kvað sér hljóðs í Silfri dagsins.  Sá taldi Íslandi allir vegir færir ef við aðeins myndum virkja markaðsbúskapinn og treysta á okkur sjálf.   Meðal hugmynda hans voru 1% vextir, afnám verðtryggingar, hækka ekki skatta, semja við hollendinga og breta á viðskiptagrundvelli og hafna icesave, reka á brott alþjóðagjaldeyrissjóðinn og skila öllu sem þaðan er komið, semja við álfyrirtækin að geyma hér gjaldeyri, hafna ESB, niðurleggja seðlabankann, útdeila hlutabréfum ríkisfyrirtækja á hvern einasta íslending og fangelsa útrásarkóngana, helst til lífstíðar.   Hrunstjórnin og vinstri stjórnin fá falleinkunnir, að mati kaupsýslumannsins hafa hvorugar þokað okkur áleiðis.   Í lok þáttar kom svo bandarískur rithöfundur sem endurtók m.a. frávísun icesave og AGS, ýtti að okkur nýjum hugmyndum um iðnaðaruppbyggingu og hvatti til þjóðarsamstöðu um slíkt.   Nú hafa málsmetandi aðilar hver af öðrum  varað við AGS og borgun icesave en ríkisstjórnin daufheyrist.   Fari icesave aftur á núllpunkt opnar það fyrir endurskoðun og þá ættu ráðamenn að hugsa til orða bandaríska rithöfundarins sem segir að á sl. 30 árum hafi jafn í heiminum jafnmörg ríki lýst yfir greiðslustöðvun án þess að vera útskúfuð.  Sé yfirlýsing þessa efnis bjargráðið á ekki að hika lengur.  Lífskjör barna okkar eru í húfi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband