29.9.2009 | 11:34
VINNUM ÞETTA ÞRÁTEFLI.
Allt frá byrjun hefur ríkisstjórn Jóhönnu teflt illa í icesaveskákinni og sorg að okkar fremsta fólk hafi ekki meiri innsýn en þetta. Og nú er pattstaða, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með okkar mál í salti vegna ófrágenginna mála við skjólstæðinga sína, breta og hollendinga. Sem svo hamlar hér allri endurreisn. Þetta sýnir okkur endanlega að AGS og viðsemjendur okkar í icesave eru eitt og markmið sjóðsins hagsmunir lánadrottna en ekki íslenzks efnahagslífs. Enda fáheyrt að fá lán AGS til þess eins að borga klúbbfélögum þar innanborðs og sitja svo sjálf uppi með skuldina. Svona er refskák alþjóðasamfélagsins, græðgin söm og okkar sjálfra í útrásinni, fyrirvörum sem settir voru af alþingi er hafnað, bretar og hollendingar vilja allt, næstum allt dugir þeim ekki. Og þessi erfðasynd er okkar útleikur. Segjum einfaldlega: Bless alþjóðagjaldeyrissjóður og icesave upp á nýtt. Þá getum við gert sjálf það sem þarf að gera hér heima fyrir, lækkað vexti og sett íslenzka ríkið í greiðslustöðvun við lánadrottna, svarað í sömu mynt og þeir sjálfir. Með þessu verndum við hag íslensks almennings og uppskerum aðdáun allra frjálsborinna manna og þjóða um allan heim.
LÁ
Athugasemdir
Lítið flækjuztig í þezzari færzlu, ég zammælgizt...
Steingrímur Helgason, 30.9.2009 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.