BROTTHVARF ÖGMUNDAR.

Ögmundur hættur.  Tvær skýringar, númer eitt icesave, krafa Jóhönnu um einróma afstöðu ríkisstjórnar  til þessa vandræðamáls hafi knúið Ögmund til afsagnar.  Númer tvö, það sem Steingrímur ýjar að, niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu tæki ekki sízt til eigin stéttarsystkina í BSRB og það sé ráðherranum ofviða.  Slagurinn um icesave í sumar bendir ekki til eftirgjafar Ögmundar, hann reis upp á afturlappirnar þá og hvers vegna ekki nú?   En sem formaður BSRB til margra ára hlýtur fyrirhugaður niðurskurður heilbrigðiskerfisins að vera Ögmundi afar andstæður.  Ég trúi því skýringu tvö þó ekki vilji ég alhæfa.   Aðalmálið er að vinstri grænir standi í lappirnar gagnvart icesaveruglinu og láti samfylkinguna ekki kúga sig einu sinni enn.   Kosti sú staðfesta líf þessarar ríkisstjórnar, þá það en okinu verður að hafna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband