2.10.2009 | 02:49
HVAÐ ÞÝÐIR EE?
Í snjómuggu kláraðist æfingatímabil hinnar sótsvörtu satíru um "besta heilbrigðiskerfi" í heimi. Leikritið HEILSUGÆSLAN með Elvar Loga Hannesson & Margréti Sverrisdóttur í aðalhlutverkum veitir innsýn í þennan margumtalaða velferðarstöpul sem nú skal skorinn til. Er líf ofmetið í magni en vanmetið gæðum? Hvers vegna eru laun lækna svona há? Og hvers vegna er þjóðin svona þung? Hvað þýðir EE? Leitað verður svara við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum. Leikstýring á leiksviði er ný reynsla fyrir undirritaðan og hvað sem hver segir um afraksturinn hefur smitandi elja og galsi leikaranna yljað sálartetrinu og gamanið verið gott. Okkur, aðstandendum þessa verks, hlakkar til að leggja stykkið í dóm þjóðarinnar, fyrst vestfirðinga en síðan koll af kolli uns endað verður í þéttbýlinu. Arndælingum þökkum við samstarfið en þar verða sýningar næstu tvær helgar og hver að verða síðastur að tryggja sér miða. Minni einnig á sýningar á Patreksfirði, Hólmavík og Þingeyri í vikunni. Góða skemmtun.
LÁ
Athugasemdir
Mæti þann tíunda. Hlakka mikið til.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 05:01
EE þýðir klárlega Ekki Ekkievrópa...
Úmbarúmbarúmb (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.