15.10.2009 | 04:01
SKATTLAGNING LÍFEYRIS.
Hugmyndir um skattlagningu lífeyris við innborgun en ekki útborgun eru að mínum dómi góð tekjuleið í harðærinu. Fyrir almenning skiptir þetta litlu og yfirfærsla peninga mestmegnis frá lífeyrissjóðunum til ríkisins sem einmitt þarf sem stendur. Að vísu fölnar hugmyndin eilítið í meðförum sjálfstæðismanna en þó ekki svo að verða óbrúkleg. Þetta, ásamt auknum veiðum, myndi létta þjóðinni róðurinn. Skil reyndar illa tregðu stjórnmálamanna að horfa á sjóinn sem bjargráð, í honum geymum við gullið og höfum alltaf gert og ef menn vilja ekki nýta góssið í þessu ófremdarástandi, hvenær þá?
LÁ
Athugasemdir
Mjög athyglisvert: ---- kristinnp.blog.is ---- (Mikilvægasta mál landsbyggðarinnar)
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 07:36
Fiskurinn í sjónum er "eign" útgerðarmanna og þeim hugnast ekki að auka veiðarþví þá lækkar verð á leigukvóta. Breyting á því fyrirkomulagi er þjóðinni mjög nauðsynleg þarfað gerast sem fyrst. Hugmyndin um breytingar á skattlagningu greiðslna í lífeyrissjóðanna er góð og ahna ber að skoða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.10.2009 kl. 08:34
Já, Hólmfríður, stærstu útgerðarrisarnir vilja afskriftir skulda en halda jafnframt sinni kvótahlutdeild. Enn skortir okkur einarða stjórnmálamenn til að koma á nauðsynlegum breytingum en það styttist. LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.