16.10.2009 | 03:05
LÝT HÖFÐI EN MÓTMÆLI EKKI.
Afeitrun Jónínu og megrunartilboð er nú til umtals í bloggheimum. Löngum hafa menn deilt um gagnsemi slíks og læknavísindin langt í frá upprifin. Enda ekki mikið um vísindalegar sönnur sem styðja áðurnefnd inngrip. Hinsvegar er það réttur fólks að ráðstafa fé sínu og tíma og svo lengi sem prógrömmin eru ekki að valda skaða á fólk að fá að velja og upplifa. Ýmislegt sem læknar bjóða upp á orkar líka tvímælis og er umdeilt. Lýtaaðgerðir, megrunaraðgerðir, fóstureyðingar, lyfjagjafir og bólusetningar er allt vísindalega viðurkennt en engan veginn hafið yfir gagnrýni. Yfirgnæfandi eru menn þó að reyna sitt besta. En í heimi þar sem fólk hreinlega keppist við að gera einfalda hluti flókna framkallast eftirspurn og henni verður að sinna. Sjálfur hallast ég að einfaldleikanum en komi einhver og segi við mig: "Ég var í detox hjá Jónínu Ben. og fannst það frábært", þá lýt ég kannski höfði en mótmæli ekki.
LÁ
Athugasemdir
Og fjögur, og fjögur og fjögurmilljóndollaraogníutíuogníusentamannúðarmálfræði...
Úmbarúmbabúmm (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.