MANNRÉTTINDAMÁLARÁÐHERRA Á FLÓTTA.

Útrekinn mannréttindamálaráðherra hljóp hnípinn frá ráðstefnu sömu mála eftir áhrópanir nokkurra viðstaddra.  Ráðamenn hafa stundum gott af berangrinum og þurfa að standa hlífarlausir andspænis þegnum sínum.   Í dag var æpt: "Engin manneskja er ólögleg" sem má til sanns vegar færa, hinsvegar geta gjörningar mannskepnunnar verið ólöglegir.   Góður eiginleiki er að trúa á hið góða í manneskjunni, reynslan kennir okkur þó að staldra við og gleypa ekki allt hrátt.  Það er ekki skoðun heldur staðreynd að hingað sækja allar gerðir af fólki, líka einstaklingar sem hafa annað en gott í hyggju.  Mansal, vændi, innbrot og eiturlyf eru vaxandi vandamál og að sögn lögreglunnar aukin ásókn erlendra glæpagengja í að koma hingað og hasla sér völl.  Það er auðvelt að æpa í nafni mannréttinda en verra þegar gleymist að lög um flóttamenn eru líka lög um mannréttindi þeirra sem fyrir eru.  Fólk án skilríkja eða á falspappírum er brjóstumkennanlegt en gæti líka verið eitthvað allt annað og um það snýst málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá þér,  Lýður minn!

Lýt höfði, en mótmæli ekki.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 04:09

2 identicon

Ég sá kött.

Úmbarúmbarúmm (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband