ÞEIR SEGJA AÐ HEIMA SÉ BEZT.

Gera má ráð fyrir að æludallurinn hafi víða verið fram dreginn á íslenzkum heimilum í dag.  Búið er að skrifa undir óútfylltan víxil sem sumir líta á verðskuldaðan þjóð sem týndi sér í erfðasyndunum.   En afrakstur næstu ára og jafnvel áratuga er að líkindum annarra þjóða.   Enda halda viðsemjendur vart vatni fyrir ánægju og þegar búið að hnippa í gjaldeyrissjóðinn að innheimtan sé í höfn og Ísland hæft til millifærslu.   Hnotskurn vandans kristallaðist ágætlega í Kastljósi kvöldsins en þar öttu kappi prímadonnur vinstursins og hægrisins.  Önnur stóð ekki vaktina þegar á þurfti að halda, hin fórnarlamb í orrustu þess sem er og hins sem átti að verða.   En þjóðarást sjálfstæðismanna kemur ekki bara of seint, hún er líka ósönn.   Áhuginn á þeim bæ beinist ekki að fólkinu í landinu heldur sem fyrr, hagsmunahópum.  Sýn flokksins í kvótamálunum nægir þessu til staðfestingar.  Vinstrið hefur hinsvegar sæst á leið samfylkingar og tottar friðarpípu hennar og alþjóðasamfélagsins þrátt fyrir afgerandi yfirlýsingar um annað.  Bendir afsakandi á viðskilnað fyrri ríkisstjórnar.   Skiljanlega hrís fólki hugur við endurkomu fólksins sem hélt ekki vöku sinni á ögurstund en gott að halda til haga að nokkrir af því feigðarfarrými dingla enn í ríkisstjórn.  Sem segir að tiltektin er skrítla.   Reyndar er íslenzkt samfélag ein allsherjarskrítla, vondur djókur þar sem ekkert er í hendi og ekkert víst að heima sé bezt.

LÁ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband