21.10.2009 | 01:17
AÐ HENGJA BAKARA FYRIR SMIÐ.
Borgarahreyfingunni tókst á mettíma að sturta sjálfri sér í klósettið. Fjórir þingmenn og enginn afturkvæmt á þing. Samt voru flokkadrættir þessarar skammæju tilraunar engin ógn við almenning né þjóðarhag, í versta falli óheppilegar, í bezta falli skemmtiatriði. En fjölmiðlar gerðu þessu rækileg skil og hreyfingin tvístruð. Sumir flokkar á alþingi fagna hinsvegar fylgisaukningu. Flokkar sem komu landinu á hliðina, vaða í spillingu og frömdu landráð með aðgæsluleysi sínu. Þeim er ekki refsað heldur þvert á móti fyrirgefið og umbunað. Það eru ekki bara vegir guðs sem eru órannsakanlegir.
LÁ
Athugasemdir
Lýður minn! ---- Ég er að upplifa þá tilfinningu, að vera pólitískur munaðarleysingi. Stjórn eða stjórnarandstaða. Skiftir engu máli. ----- Við lifum í algeru svartnætti.
Þórður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 03:21
Sem kjósanda líður manni eins og krakka í leikfangabúð sem langar ekki í neitt.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 12:46
Það hefur löngum verið lítið umburðarlyndi fyrir lítilsháttar yfirsjónum á landi Ísa. Menn voru sendir á Birmarhólm fyrir að versla kaðal í Hafnarfirði - nokkuð sem þeir áttu að gera í Reykjavík samkvæmt einokun þess tíma. Danir undruðust mjög þessa refsigleði landans enda voru bara morðingjar og nauðgarar á Hólmnum frá þeim. Nauðganir, svívirða og jafnvel morð helstu embættismanna þjóðarinnar voru á sama tíma þögguð í hel. Það eru margar vinnukonurnar sem eignuðust börn með svokallað sýslumannsnef.
Við erum að lifa það sama núna. Þeir sem lítið hafa gert borga brúsann á meðan raunverulegir glæpamenn vaða uppi. Þetta á jafnt við um fylgi stjórnmálaflokka sem og þyngd þeirra bagga sem skellt er á herðarnar. Þeir sem bera minnst ættu að bera mest og svo öfugt....
Hengdur maður með öðrum í reipi (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.