21.10.2009 | 01:29
"GATIÐ" Í ÍSLANDSSÖGUNNI.
Ekki náðust myndir af Tyrkjaráninu. Ekki heldur af þjóðfundinum 1851. Eitthvað er til af heimsókn Friðriks VII danakonungs og alþingishátíðinni 1930. Ávarp Sveins Björnssonar við lýðveldistökuna er varðveitt, sömuleiðis móttaka handritanna. Upp úr því fer pakkinn að þéttast og sagan vel skráð, bæði á prenti og lifandi myndum. Komandi kynslóðir munu því eflaust undrast "gatið" í Íslandssögunni þegar kemur að undirritun icesave. Þar er bara ekki neitt. En það er kannski eðlilegt að vera ekkert að mynda hluti sem skömm er að.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.