22.10.2009 | 23:54
FLEYGAR Í RÍKISSTJÓRNARSAMSTARFI.
Þá einn hverfur annar birtist. Tala ég hér um fleyga ríkisstjórnarsamstarfsins. ESB, AGS, icesave, umhverfismál, fjögur lykilmál, þrjú fallin samfykingarmegin og nýjustu yfirlýsingar flokksins varðandi virkjunarkosti marka markmiðið: Alslemm, 4-0 fyrir X-S. Klemma vinstri hreyfingar græns framboð er þessi: Samfylkingin á í önnur hús að venda, vinstri grænir ekki. Samfylkingin þolir kosningar, vinstri grænir ekki. Samfylkingin stýrir þjóðarskútunni að vild og ferðinni bersýnilega heitið til evrópu. Stjórnarandstaðan (fyrir utan Hreyfinguna & Þráinn) er berskjölduð vegna fortíðarinnar og ómurinn holur. Þetta er kjörumhverfi fyrir samfylkinguna og fólk þar á bæ nýtir sér byrinn. Ég spái því hinsvegar að ákafinn núna muni reynast þeim erfiður á lokasprettinum og líkur á að skútunni verði snúið meiri en minni, jafnvel þó land sé í augsýn.
LÁ
Athugasemdir
Það er skammgóður vermir, að pissa í skóinn.
Það hlýtur hver heilvita maður, að skilja það, að blóðskifti í pólitíkinni er nauðsyn, og þó fyrr hefði verið.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 01:16
Doddi Koddi! Blóðskipti er málið, nýtt blóð, ræsa út það gamla og hafa nýja blóðið í allt öðrum blóðflokki, allt öðrum pakkningum og allt öðrum lit!
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.