RANGIR DÓMAR Í RÖNGUM LÖGUM.

Samtök atvinnulífsins gera nú harða hríð að ríkisstjórninni, sérlega gaurinn vinnuveitendasambandsmegin.  Hann vill úrskurð umhverfisráðherrra um suðvesturlínu ógiltan sem og firningaráform ríkisstjórnarinnar.   M.ö.o ráða stefnu réttkjörinna valdhafa í orkumálum og fiskveiðistjórn.   Annar góður og gegn úr sama flokki harmar mjög úrskurð hæstaréttar varðandi veglögn gegnum Teigaskóg á Barðaströnd og telur túlkun laganna svo fráleita að þeim verði að breyta.   Þetta viðhorf að gangi dómar eða úrskurðir þvert á hinn eina og sanna rétttrúnað verður hreinlega að breyta lögunum svo dómar "falli rétt".  Fregnaði jafnframt að ASÍ-gaurnum hafi á sínum tíma hugnast að ríkisábyrgð innistæðueigenda næði líka til hávaxtareikninga, sú afstaða kostar okkur nú eitt stykki Ísbjörgu.  Í ljósi þessa er tal þessa manns um stöðugleika, afnám firningar og suðvesturlínu hreint og klárt djók.  Ég myndi vilja breyta landslögum á þann hátt að málpípum hagsmunaaðila yrði gert að þegja svo hægt sé að stjórna í friði.   Að minnsta kosti svona fuglum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð ábending.

Þessir menn sem hafa orðið uppvísir að því að  sitja fyrir hönd launafólks í stjórn leynifélaga á Tortóla án þess að muna eftir því eru ekki endilegar réttu mennirnir til að tala til stjórnvalda fyrir hönd Jóns og Gunnu.

Sigurður Þórðarson, 26.10.2009 kl. 07:04

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha......góður ....

Já setjum lög sem banna með öllu starfsemi Sjálfstæðisflokksins.

Níels A. Ársælsson., 26.10.2009 kl. 09:59

3 identicon

Ég er sammála Níels sem fyrr. Það er ótrúlegt að hlusta á þetta lið. Þeir hafa ekkert lært og kunna ekki að skammast sín.

sig haf

sigurður hafberg (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 16:00

4 identicon

Nú er "besta" mál allra tíma orðið að einu sóðalegasra máli sem sögur fara af.  Úrræði sem átti að bjarga venjulegu fólki til þess að rétta sig við, svo það get tekið þátt í hruninu,  er þannig gert, að það þeir sem ollu ósköpunum,  þurfa ekkert að borga. Þurfa ekki einusinni að greiða skatta né svara fyrir eitt eða neitt.  Steingrímur getur  sent Evu heim.  Og sparað með því stóran pening.  Það er ekki í fyrsta sinn sem mál sem ekki þola skoðun eru sett í búning sem allir geta sætt sig við.  Gleðjast nú kúludrottningar og karlar.

Sá eini sem hægt er að treysta, að standi vaktina á þingi er fyrrverandi bátsmaður , Þór Saari.  Hann nýtur ekki vinsælda meðal hjarðarinnar sem þar situr.

 Þar sem Nilli er með athugunarsemd við bloggið þitt.  Langar mig til að taka mér það Bessaleyfi,  að senda tilvitnun  í Íslandsljóð  Einars Benediktssonar.  Ég rakst á það á einni bloggfærslu hans. Það er svona :

Þú fólk með eymd í arf !

Snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda,

litla þjóð, sem geldur stórra synda.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:14

5 identicon

Hvetjandi að fá athugasemdir frá þvílíkum rýnurum og þakka ég ykkur öllum.

lydur arnason (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband