HÆNAN EÐA EGGIÐ?

Svínaflensan hefur fram yfir fuglaflensuna að hún kom þó.  Sem auðvitað er ekki gleðilegt nema fyrir smitvarnaspekúlantana sem geta nú undirstrikað eigið mikilvægi.   Enda er kapp í mönnum að flokka fólk og forgangsraða, meta viðbúnað og hættu, bólusetja, gefa flensulyf og setja í brýrnar.   Samhliða þessu er niðurskurður heilbrigðiskerfisins í algleymingi.  Bara hér á vestfjörðum er verið að leggja af þjónustuíbúðir aldraðra, sjúkraflugvél til neyðarflutninga þykir of dýr og sneiðmyndatækið ekki þess vert að gert sé við það.   Allar flensur taka sinn toll og hafa alltaf gert en svínaflensan einhvernveginn verið uppfærð sem fjölmiðlafóður.   Marga veit ég um í tölvuheimum sem rekja tölvuveirur til sömu aðila og framleiða veiruvarnarforrit.  Kannski urðu smitvarnaforkólfar heimsins að blása í einhverja blöðru til að tryggja eigin tilveru?  Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að setja í bryrnar er áhrifarík framkoma til þess að þú takir eftir, og hlustir. Sérstaklega þegar þarf að koma á framfæri lélegum kjörum.

Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 00:46

2 identicon

Doddi, Koddi!  Vertu duglegur að fara út með hundinn!  LÁ

lydur arnason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 05:29

3 identicon

Það er nú þannig á þessum bæ, að hérna ræður hundurinn hvenær farið er út að ganga, og það er oft,  Dr. Hook.

Þorður Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 05:51

4 identicon

Doddi Koddi!  Ungir menn og ungir hundar þurfa marséringu og skiptir engu hvernig veðrið er.   Taktu með þér kílómetramæli og skráðu skrefin.  LÁ 

lydur arnason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband