1.11.2009 | 05:39
BORÐLIGGJANDI BEZTI GRÁTKÓR LANDSINS.
Grátkór LÍÚ-manna lauk spaugstofu kvöldsins og með þvíkíkum glæsibrag að aldrei hef ég séð neitt betra. Þeir grenjuðu hver um annan þveran, augun ranghvolfdust, hver einasti kórlimur tandurhreinn á tóni og kórinn í heildina gríðarlega sannfærandi. Hafi einhver verið fylgjandi firningarleið, handfæraveiðum, byggðakvóta, samfylkingunni, Grími Atlasyni eða þjóðareign fiskimiðanna er það allt búið og dautt. LÍU át þjóðina í kvöld og grátkór samtakanna borðliggjandi bezti grátkór landsins. LÁ
Athugasemdir
Sigurður Þórðarson, 1.11.2009 kl. 05:54
Ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu að innkalla 5% á ári sem taka mun 22 ár eða fimm og hálft kjörtímabil núverandi stjórnar. Þá vita menn ekkert hvað þeir ætla að gera við innkallaðar veiðiheimildir. Verða þær nýttar í kvóta eða sókn?
Ríkisstjórnin frestaði öllu í tvö ár og skipaði nefnd sem koma nú með tillögur um framhaldið. Jón Bjarnason segist muni fara að tillögum nefndarinnar en nefndin mun eins og hún er skipuð leggja til óbreytt kerfi. Eini maðurinn sem líklegur er til að koma með mótandi tillögur er Finnbogi Vikar sem er í VG en var kosinn í nefndina fyrir hönd Hreyfingarinnar. Eindregnasti talsmaður óbreytts ástands innan nefndarinnar kemur Svanfríður Jónasdóttir kemur úr Samfylkingunni og var handvalin af Jóhönnu Sigurðardóttur og Degi B. Eggertssyni.
Færeyingar voru í bankakreppu fyrir 10 árum og brugðust við henni með því að afnema kvótakerfið á einni nóttu. Þeir eru aflögufærir í dag með skuldlausan sjávarútveg og engum dettur þar til hugar að hverfa aftur til þess tíma þegar menn þurftu að henda fiski.
Sigurður Þórðarson, 1.11.2009 kl. 06:29
Þessi frábæri grátkór sagði svo miklu meira en mörg orð. Er afskaplega glöð með að fiskveiðimálin skuli tekin fyrir með svo afgerandi hætti.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.11.2009 kl. 07:11
Læknar vilja að sjálfsögðu þjóðnýtingu veiðiréttarins, því þá halda þeir að þeir geti krafist meiri peninga frá ríkinu.Það er tálsýn. Rikið mun standa verr þegar allur sjávarútvegur verður kominn á hausinn.Læknum er sama um landsbyggðina.Þeir hika ekki við að tökkva frá henni ef þeir sjá peninga í höfuðstaðnum. Og þeir þurfa ekki að grenja til að fá hann.Hann fer sjálfkrafa ofan í vasann hjá þeim Það eru allir hræddir við lækna.Það er skiljanlegt.
Sigurgeir Jónsson, 1.11.2009 kl. 08:03
Það er líka rangt að Færeyingar séu ekki með kvótakerfi.Það kvótakerfi er í formi veiðidaga.Ef veiðikvótadagakerfi væri hér myndu að sjálfsögðu allir liggja í þorski og dögunum yrði fækkað. Það er hrun í þorskstofninum í Færeyjum og reyndar í öllum botnfisktegundum.Færeyingar fá að veiða töluvert af botnfiski á Íslandsmiðum fyrir utan það að skárstu þorskfiskimið þairra í dag eru við miðlínuna milli Íslands og Færeyja og liggja þeir við línuna til að taka það jafnóðum sem fer yfir.Það er lítið af sel í Færeyjum enda ekkert að éta.Það er alltof mikið af sel hér,sérstaklega í Húnaflóa.Honum þarfa að fækka skipulega með veiðum frá Hvammstanga og á ríkið að styrkja þær veiðar.Heppilegast er að þeir sem hafa verið að sýna sel veiði hann líka því þeir ættu að geta gengið beint að honum.Og gætu líka selt túristum aðgang að veiðunum.
Sigurgeir Jónsson, 1.11.2009 kl. 08:16
Það sem ég á að sjálfsögðu við að það er kvóti á dögunum og þeir eru framseljanlegir .Það eru engar veiðar frjálsar í Færeyjum, þótt eistaka menn séu að reyna að ljúga því að fólki.
Sigurgeir Jónsson, 1.11.2009 kl. 08:19
Já sæll Sigureir. Þetta er semsagt allt selinum að kenna???
Ef mönnum líður betur við það að kalla dagakerfi, kvótakerfi er það í lagi mínvegna en kerfin eru ólík að öllu leiti. Sveiflur í stofnstærðum fiska er náttúrulega eðlilegt og endaþótt að hugsanlega megi segja að stofnarnir séu minni í ár en í fyrra er veiðin samt tvöfallt meiri en á þeim tíma sem kvótakerfið var við lýði í Færeyjum.
Reynslan sýnir okkur að fiskimiðin við Ísland þola árlega veiðar á þorski upp á þúsund tonn. Aflatölur áranna 1952-1972 sýna það og sanna. Jafnframt sýnir reynslan okkur það að Hafró er á rangri leið með veiðiráðgjöf. Friðun án fæðu virkar ekki.
LÍÚ-menn keppast við að spá fyrir gjaldþroti greinarinnar verði einhverju breitt. En staðreyndin er sú að fyrirtæki hafa líka farið á hausinn með kvótakerfinu. Það verður áfram veiddur fiskur á Íslandsmiðum og það verður ekkert minna hagkvæmt þjóðhagslega með öðrum stjórnaðferðum. Þess vegna segi ég að það Á að skipta yfir í sóknarmark og sem fyrst. Hver er áhættan?
Sigurður Jón Hreinsson, 1.11.2009 kl. 08:31
Eins og þeir segja í Póllandi; kúrva. Það vantaði töluna, 450 þúsund tonn.
En HÉR má sjá aflatölur frá Færeyjum og HÉR af Íslandsmiðum.
Sigurður Jón Hreinsson, 1.11.2009 kl. 09:15
Sæl öllsömul. Greining Sigurgeirs á læknum er ágæt og sérlega hræðslupælingin. Hún er sammerk stórútgerðinni, hana hræðast allir, sérlega stjórnmálamenn. Orðið "þjóðnýting" hefur á sér neikvæðan blæ en hvers vegna er illt að nýta eitthvað í þágu þjóðar? Megingalli fiskveiðistjórnunarkerfisins er ekki fiskverndunarhlutinn heldur eignarhaldið en í dag eru afdrif veiðiheimilda í höndum örfárra fjölskyldna og sú tilhögun feykt þessum verðmætum undir hamra erlendra lánadrottna og þjappað auði undir nokkra rassa hér heima. M.ö.o. hafa of margir "kvótaeigendur" látið skeika að sköpuðu í hagnaðarskyni og almannahagsmunir fyrir borð bornir. Þessu verður að breyta. Samanburður á Færeyjum og Íslandi er þarfur en samtök útgerðarmanna kæfir allt sem snýr að breytingum í fæðingu, þeirra mið er að halda eignarhaldinu og þannig ráðkast með fjöregg íslenzku þjóðarinnar. Fylgismenn þessa segja allt annað fela í sér hrun, ég segi að verði þessu ekki breytt hið snarasta munum við ekki ná okkur upp úr því hruni sem þetta markaðskerfi andskotans hefur þegar skapað.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 13:43
Ég má til með að leggja orð í belg...Það voru sprengdar tvær bombur í þættinum hja Agli í dag. Lilja Mósesdóttir ætlar ekki að stiðja Icsafe og gaf í skin að það yrði ekki samþykkt.----- Ólína Þorvarðardóttir kom með alveg nýja sýn á fiskveiðikerfið. Það tónar við þínar skoðanir. Hún hefur fylgst með veiðunum í Barentshafi, og telur sjálfsagt, að reyna eitthvað svipað hérna. Vill að frjálsar veiðar verði leyfðar á völdum svæðum í 6 til 9 mánuði. Það má ræða þetta, en svona nokkuð verður aldrei samþ. af sjálfstæðismönnum.
Þorður Sævar Jonsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 17:34
Doddi Koddi! Rétt að yfirlýsing Mósesdóttur í Silfrinu er merk en rangt metið, tel ég, að Ólína vilji breytingar. Hún nefndi að sömu aðilar og nú gína yfir veiðiheimildum verði úthlutað því sem kæmi til viðbótar. Sigurður Þórðarson vekur athygli á því í athugasemd hér að ofan að samfylkingin hafi valið óruggandi aðila í endurskoðunarnefnd sjávarútvegsins sem gefur vísbendingu um raunverulega sýn flokksins í þessum málaflokki. Hafðu það.
LÁ
lydur arnason (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 18:29
Mig dreymdi draum. Ég stóð á bryggjunni og renndi fyrir stórum rauðmaga. Bátur lá þar og hét hann Hrönn ÞH 107. Rauðmaginn hló við mér en marhnútur einn mikill og broddlegur fórnaði sér.
Ergo
Strandveiðar komnar til að vera í 10 ár en sá stóri mun sleppa. Engar kollsteypur og það allt saman. En Úmbarúmbarúmm verður ekki stundað á eyju slíkra svika....
Úmbarúmbabúmm (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.