3.11.2009 | 02:45
FALLIÐ LAUF.
Enn gerast íslenzk stjórnvöld sek um að vilja halda upplýsingum til haga, nú skýrzlu AGS. Ráðamenn segja plaggið innihalda viðkvæman sannleik um skuldastöðu þjóðarinnar. Líklega gæti leki þessara sanninda þyngt róðurinn í komandi icesave-rimmu, þeirri þriðju í röðinni. Jafnvel hætt ríkisstjórnarsamstafinu og valdið nýrri mótmælaöldu. Eins og í tíð fyrri ríkisstjórna helgar tilgangurinn meðalið. Verð að segja að hið mikla umtal fyrir kosningar um gegnsæi og trúnað við kjósendur hefur fallið eins og lauf af grein.
LÁ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.