KÚTTAÐ AF RÚV.

Ef væri ég sjónvarpsstjóri í sporum Páls Magnússonar og þyrfti að kútta af 10% myndi ég gera það svona:   Út með íþróttir nema samtengdar fréttum, þeim eru gerð prýðis skil annarsstaðar, landsleikir mættu þó halda sér.   Gefa þulunum frí, þó þær séu ávallt uppörvandi og fallegar er hægt að finna það á annan hátt.  Rás 2 má sækja á öðrum fjölmiðlum og Kastljósið má stytta um helming.  Eurovisionfárið skyldi tjakkað niður, jafnvel sleppa þátttöku meðan mesta harðærið gengur yfir.   Svo er tilvalið að stytta útsendingartímann um 1-2 klukkustundir á dag og sleppa dagdagskránni um helgar.  Draga svo niður laun æðstráðenda stofnunarinnar og afnema sérfríðindi.  Mánaðarlangt sumarfrí myndi svo negla 10% endanlega.  Gangi þér vel, Páll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband