LANGSKÓLAGENGNIR FINGUR.

Í Bolungarvíkinni var björgulegt lífið í dag.  Búið að slá í gegnum göngin, fimm þúsund metra hola frá A til B.  Hættulegasta hlíð landsins mun því brátt heyra sögunni til og Bolvíkingar geta ekið í skjóli upplýsts myrkurs.   Kannski við ættum að bora bara fleiri göt fyrst við erum byrjuð, skapa þannig atvinnu í atvinnuleysinu sem skilur eftir sig arðbær verk litið til framtíðar.   Þegar mörgæsirnar voru búnar með ræðuhöld sín og ropa hurfu þeir sýnum en hinar vinnandi hendur þustu á alræmdasta öldurhús bæjarins og fögnuðu árangrinum.    Ætlaði að skralla með þeim en þegar ég leit á fingurna fann ég ekki eitt einasta sigg, ekki einu sinni blánögl.  Bjórinn var því drukkinn heima og langskólagengnir fingurnir teygðu sig til skiptis í hann og píanóið. 

LÁ  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Góðan daginn Lýður og til hamingju með göngin.  Ef við tækjum ekki á okkur Icesave-klafann gætum við borgað fyrir ein göng á 6 vikna fresti!

Hafna Icesave!  Allir að undirrita yfirlýsinguna hjá Indefence.

Bestu kveðjur!

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.11.2009 kl. 11:44

2 identicon

Já, félagi Helgi, kysi að sjá sérstofnaðan áhugahóp um að borga ísbjörgina sem það gerði og við hin gætum keypt gangnaborinn góða.

Kveðja, LÁ

lydurarnason (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 03:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband